4. verkefni - Fjallkonan: fornleifafundur á fjöllum

Árið 2004 fannst merkur fornleifafundur í fjöllunum skammt frá Seyðisfirði. Verkefnið samanstendur af frásögn af fornleifafundinum og verkefnum. Nemendur lesa frásögnina af fornleifafundinum. Þeir geta lesið frásögnina í hljóði eða skiptst á að lesa hana upphátt. Að því loknu leysa þeir verkefnin. Þeir merkja inn hvar á landinu fornleifafundurinn var, svara nokkrum spurningum um frásögnina og skrifa að lokum sögu um líf og örlög fjallkonunnar og myndskreyta. Þegar allir hafa lokið verkefninu geta nemendur lesið söguna sína hver fyrir annan.

Skjöl sem fylgja verkefninu

Smellið á textatengilinn til þess að sækja skjalið.

Fjallkonan: fornleifafundur á fjöllum (pdf 2.2 MB)

Fjallkonan: fornleifafundur á fjöllum - lausn (pdf 2.2 MB)

Fjallkonan: fornleifafundur á fjöllum - kennsluleiðbeiningar (0.2 MB)

1