4. verkefni - Tímarugl

Fornleifafræðingarnir Urður og Steingrímur þurfa á hjálp nemendanna að halda. Þau hafa fundið ýmsa gripi við fornleifauppgröft og raðað þeim saman eftir því hversu gamlir gripirnir eru. Hverjum flokki má líkja við nokkurs konar tímahylki frá hverju tímabili. Hér er notast við sömu tímabilaskiptingu og áður þ.e. árið 1000 (víkingaöld), árið 1900 (í gamla daga) og 2015 (nútíminn). En eitthvað hafa Urður og Steingrímur lent í vandræðum með að raða gripunum því í hverjum flokki er að finna gripi sem eiga ekki heima á því tímabili. Nemendur eiga að finna út úr því hvaða gripir þetta eru og nota til þess þær forsemdur sem Urður og Steingrímur kynntu fyrir þeim með flæðiritinu sem fylgdi spilinu Gamlar gersemar.

Skjöl sem fylgja verkefninu

Smellið á textatengilinn til þess að sækja skjalið.

Tímarugl - verkefni til útprentunar (pdf 2.7 MB)

Tímarugl - lausn (pdf 2.7 MB)

Aldursgreining - flæðirit (pdf 0.6 MB)

Tímarugl - kennsluleiðbeiningar (0.2 MB)

1