3. verkefni - Gamlar gersemar

Spilið Gamlar gersemar er ætlað til þess að styrkja tímaskyn nemenda og þjálfa þá í að draga ályktanir. Markmið spilsins er að safna sem flestum stigum. Á spilaspjöldunum eru myndir af ýmsum forngripum sem og nútímahlutir. Í horni spjaldanna er stigatala. Meginreglan er sú að eldri hlutir gefa fleiri stig en þeir yngri. Á sumum spjöldum eru hins vegar spurningamerki í stað stigatölu. Nemendur verða að geta sér til um fjölda stiga sem spjaldið gefur með því að meta aldur hlutarins. Nemendunum til aðstoðar eru fornleifafræðingarnir Urður og Steingrímur. Þau hafa fundið upp aðferð til að aldursgreina hluti með hjálp flæðirits.

Skjöl sem fylgja verkefninu

Smellið á textatengilinn til þess að sækja skjalið.

Aldursgreining - flæðirit (pdf 0.6 MB)

Gamlar gersemar - spilareglur (pdf 0.3 MB)

Gamlar gersemar - spilaspjöld (pdf 7.4 MB)

Gamlar gersemar - stigatafla (pdf 0.3 MB)

Gamlar gersemar - stigafjöldi (pdf 0.7 MB)

Gamlar gersemar - viðbótarspjöld (pdf 0.9 MB)

Gamlar gersemar - kennsluleiðbeiningar (0.2 MB)

1