1. verkefni - Tímalína

Nemendur raða hlutum í rétta röð á tímalínu. Línunni er skipt í þrjú tímabil, hvert auðkennt með ártali og heiti. Þau eru árið 1000 (víkingaöld), árið 1900 (í gamla daga) og 2015 (nútíminn). Þeir reitir sem tilheyra sama tímabili eru eins á litinn. Á tímalínuni eru nú þegar þrjár myndir, ein fyrir hvert tímabil. Þetta eru steinkola, lýsislampi og ljósapera og eru notuð sem táknmyndir hvers tímabils.
Umhverfis tímalínuna eru hlutir sem nemendur eiga að raða í auðu reitina við tímalínuna. Hlutirnir koma allir í pörum, þ.e. hlutur sem telst forngripur og sambærilegur hlutur úr nútímanum. Það er gert til þess að auðvelda nemendum að átta sig á notagildi þeirra hluta sem eru þeim framandi.

Hægt er að spila tímalínuleikinn beint af vefnum neðar á síðunni en mælt er með því að honum sé hlaðið niður og hann vistaður á tölvunni. Það er gert með því að smella á textatengill undir fyrirsögninni Skjöl sem fylgja verkefninu hér að neðan.

Skjöl sem fylgja verkefninu

Smellið á textatengilinn til þess að sækja skjalið.

Tímalína - tölvuleikur (PC) (.exe 5.5 MB)

Tímalína - einstaklings- eða paraverkefni til útprentunar (pdf 1.3 MB)

Tímalína - stór útgáfa til útprentunar (pdf 0.8 MB)

Tímalína - lausn (pdf 0.9 MB)

Tímalína - kennsluleiðbeiningar (0.2 MB)

Content on this page requires a newer version of Adobe Flash Player.

Get Adobe Flash player

1