Um verkefnið

Menntun og minjar er fræðsluverkefni um fornleifar og fornleifafræði.

Síðustu ár hefur íslensk fornleifafræði sótt í sig veðrið og fornleifarannsóknir eflst til muna. Niðurstöður þeirra hafa aukið við þekkingu okkar á sögu lands og þjóðar og varpað nýju ljósi á lífið fyrr á öldum. Áhugi almennings á fornminjum fer einnig vaxandi og einbeita fornleifafræðingar sér í auknum mæli að því að kynna niðurstöður sínar fyrir almenningi t.d. með útgáfum af ýmsu tagi

Markmið verkefnisins er tvíþætt. Fyrra markmiðið er að útbúa fjölbreytt og nýstárlegt námsefni um fornleifar og fornleifafræði fyrir grunnskólana. Afrakstur þeirrar vinnu má finna hér á síðunni undir Námsefni. Hið síðara er að vera með vinnustofur sem byggja á vettvangsvinnu. Í þeim tilgangi var fræðslu- og rannsóknarverkefnið Grafið í hólinn sett á fót. 

Að baki Menntunar og minja stendur Eva Kristín Dal, fornleifafræðingur og verkefnastjóri. Námsefnishluti verkefnisins er unnin í samstarfi við þrjá grunnskólakennara og Þjóðminjasafn Íslands. Grafið í hólinn er samstarfsverkefni Evu og Sólrúnar Ingu Traustadóttur, fornleifafræðings, og Dalskóla.

Menntun og minjar og Grafið í hólinn hafa hlotið styrki úr ýmsum sjóðum. Þar má nefna Fornminjasjóð, Þróunarsjóð námsgagna og Sprotasjóð.

 

 

 

Fréttir

Dagsetning: 24. júní 2015

Grafið í hólinn í Úlfarsárdal

Dagsetning: 6. maí 2015

Grafið í hólinn að hefjast

Nýjustu verkefnin

Dagsetning: 6. apríl 2015

Fjallkonan

Dagsetning: 6. apríl 2015

Daglegt líf á landnámsöld

Dagsetning: 6. apríl 2015

Hvað er fornleifauppgröftur?