Kennsluleiðbeiningar fyrir 3. bekk

Kennsluleiðbeiningunum er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um verkefnið Menntun og minjar. Því næst er stutt yfirlit um fornleifar og fornleifafræði og tillögur að frekara lesefni fyrir áhugasama. Annar hluti snýr að námsefninu sjálfu og hagnýtum upplýsingum um það. Þar er markmiðum kennsluefnisins lýst, tillögur að námsmati settar fram og tímabilaskipting og lykilhugtök sem tengjast efninu skýrð. Í þriðja hluta eru stuttar leiðbeiningar með hverju verkefni. Reynt var að setja þær fram á sem aðgengilegastan máta fyrir kennara og að hægt sé að hafa leiðbeiningar fyrir stök verkefni með sér í kennslu. Leiðbeiningar fyrir stök verkefni er einnig hægt að hlaða niður á síðu hvers verkefnis.

Skjöl sem fylgja verkefninu

Smellið á textatengilinn til þess að sækja skjalið.

Kennsluleiðbeiningar fyrir 3. bekk (0.9 MB)

1