Fréttir

1. febrúar 2016

Styrkur úr samfélagssjóði

Í desember hlaut Grafið í hólinn styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Stefnt er að því að næsta verklega lota verði í september 2016. Við hlökkum til!

24. júní 2015

Grafið í hólinn í Úlfarsárdal

Grafið í hólinn fór fram í maímánuði. Rannsókn stendur yfir á útihúsatóft á jörðinni Úlfarsá í Reykjavík. Nemendur í 5. og 6. bekk Dalskóla heimsóttu uppgraftarsvæðið dagana 8.-12. maí og spreyttu sig á ýmsum verkefnum fornleifafræðinga, m.a. að teikna upp rústirnar og skrá minjar á jörðinni. Fornleifafræðingarnir unnu einnig með nemendum að úrvinnslu gagna í kennslustofu að vettvangsvinnu lokinni.

Verkefnið heppnaðist afburðavel og höfðu krakkarnir gaman af. Ekki kom á óvart að vinsælasta verkefnið var að sigta jarðveginn úr uppgreftrinum í leit að gripum. Meðal þess sem kom upp voru aurar frá miðri 20. öld.  

Nemendur sigtuðu jarðveg í leit að gripum Jarðlagaskráning Aðferðum fornleifafræðinnar beitt til að teikna upp rústirnar

6. maí 2015

Grafið í hólinn að hefjast

Fræðslu- og rannsóknarverkefnið Grafið í hólinn hlaut hefst formlega á morgun. Þá munu nemendur úr 5. og 6. bekk Dalskóla kynnast störfum fornleifafræðinga og spreyta sig á ýmsum verkefnum tengdum fornleifarannsóknum. Síðustu daga hafa fornleifafræðingar undirbúið uppgraftarsvæðið í Úlfarsárdal, en í ár verður útihús frá bænum Úlfarsá grafið upp.

Uppgraftarsvæðið

6. apríl 2015

Tilraunaútgáfa 5. bekkjar

Nú er komin á vefinn tilraunaútgáfa námsefnis fyrir 5. bekk. Þessi útgáfa verður notuð í prufukennslu og að henni lokinni verður endanleg útgáfa gefin út. Kennarar eru hvattir til að prófa tilraunaútgáfuna og senda inn reynslusögur og athugasemdir á menntunogminjar@menntunogminjar.is.

18. mars 2015

Styrkur úr Fornminjasjóði

Fræðslu- og rannsóknarverkefnið Grafið í hólinn hlaut styrk úr Fornminjasjóði 2015. Aðstandendur verkefnisins eru að vonum glaðir og bíða óþreyjufullir eftir að vettvangsvinna hefjist í byrjun maí.

 

18. mars 2015

Námsefni 5. bekkjar

Nú er vinnu við námsefni 5. bekkja að ljúka og er stefnt á að gefa það út í vor þegar prufukennslu er lokið.

 

 

 

 

Fréttir

Dagsetning: 1. febrúar 2016

Styrkur úr samfélagssjóði

Dagsetning: 24. júní 2015

Grafið í hólinn í Úlfarsárdal

Nýjustu verkefnin

Dagsetning: 6. apríl 2015

Fjallkonan

Dagsetning: 6. apríl 2015

Daglegt líf á landnámsöld

Dagsetning: 6. apríl 2015

Hvað er fornleifauppgröftur?