3. bekkur

Námsefnið er byggt upp af sex grunnverkefnum ásamt aukaverkefnum. Verkefnin er hægt að sækja í valmyndinni hér til hægri. Þar er einnig að finna kennsluleiðbeiningar fyrir verkefnin og undir NÁMSMAT er hægt að skoða tillögur að töflum til að nota við námsmat og sýnidæmi um notkun þeirra.

Verkefnin eru númeruð frá 1-6. Uppröðunin byggir á þeirri hugmynd að fyrst er tímahugtakið kynnt til sögunnar og í kjölfarið tengt við aldur gripa og fornleifa. Þessi uppröðun er þó aðeins tillaga og er kennurum frjálst að nota verkefnin í þeirri röð sem þeim finnst henta. Það mætti t.d. nota 5. verkefni, Hvað eru fornleifar?, sem kveikju að þemanu og vinna í kjölfarið með tímalínuna í 1. verkefni.

Spori er glaðasti hundur í heimi og finnst fornleifar mjög spennandi

Meginmarkmið námsefnisins fyrir 3. bekk er að efla tímaskyn nemenda og kynna fyrir þeim hugtökin fornleifar og forngripir. Námsefnið miðar einnig að því að auka orðaforða nemenda og efla lykilhæfni þeirra sem er skilgreind í almenna hluta aðalnámsskrár grunnskóla. Þar á meðal er að þjálfa kenningasmíð, gagnrýna hugsun og rökfærslu, færni í framsögu og samvinnu. Í áfangamarkmiðum aðalnámsskrár í samfélagsfræði segir að við lok yngsta stigs skuli nemendur m.a.

vita hvað fornleifar og fornminjar eru og hvernig þær veita upplýsingar um sögu mannsins (Aðalnámsskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar. 2007, bls. 13).

Í þrepamarkmiðum fyrir 3. bekk er jafnframt gert ráð fyrir að nemendur

geti raðað þekktum fyrirbærum í tímaröð […], læri að teikna tímaás og raða nokkrum þáttum á hann […] og fái þjálfun í að flokka fyrirbæri, bera saman, tengja, leita orsaka og greina afleiðingar, t.d. eftir vettvangsathugun (Aðalnámsskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar. 2007, bls. 31-32).

1