Velkomin á vefinn Menntun og minjar

Fræðsluverkefnið Menntun og minjar var sett á fót með það að leiðarljósi að kynna fornleifar og fornleifafræði fyrir grunnskólanemum. Síðustu ár hefur íslensk fornleifafræði sótt í sig veðrið og fornleifarannsóknir eflst til muna. Niðurstöður þeirra hafa aukið við þekkingu okkar á sögu lands og þjóðar og varpað nýju ljósi á lífið fyrr á öldum. Áhugi almennings á fornminjum fer einnig vaxandi og einbeita fornleifafræðingar sér í auknum mæli að því að kynna niðurstöður sínar fyrir almenningi t.d. með útgáfum af ýmsu tagi.

Fornminjar hafa þó hingað til ekki ratað á síður námsefnis grunnskólan nema að mjög takmörkuðu leyti. Markmið Menntunar og minja er að útbúa námsefni fyrir grunnskólanna og setja á fót vettvangsvinnustofur.

Námsefni fyrir 3. bekk var gefið út í júní 2014 og er nú aðgengilegt undir valmyndinni Námsefni. Til stendur að gefa út námsefni fyrir 5. bekk vorið 2015. Þá hefst einnig fræðslu- og rannsóknarverkefnið Grafið í hólinn í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Fornleifauppfröftur
Fornleifar

Fréttir

Dagsetning: 1. febrúar 2016

Styrkur úr samfélagssjóði

Dagsetning: 24. júní 2015

Grafið í hólinn í Úlfarsárdal

Nýjustu verkefnin

Dagsetning: 6. apríl 2015

Fjallkonan

Dagsetning: 6. apríl 2015

Daglegt líf á landnámsöld

Dagsetning: 6. apríl 2015

Hvað er fornleifauppgröftur?